Inga Rún

Inga Rún er fjölskyldufræðingur og félagsráðgjafi með diploma í barnavernd. Hún hefur áralanga reynslu af að vinna með einstaklingum og fjölskyldum við ýmiss konar ráðgjöf og stuðning bæði innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Inga Rún hefur mikinn áhuga á samskiptum og tengslum innan fjölskyldunnar en á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldunni. Ekki er lengur hægt að tala um mömmu, pabba og börnin sem fjölskylduna. Í dag eru ótal form á fjölskyldum fyrir utan það sem áður var kallað kjarnafjölskylda, svo sem stjúp- og einforeldrisfjölskyldur. Auk þess sem sambúðarformum hefur fjölgað og hefur það aukist að fólk búi ekki endilega saman eða steypi sér í fyrirfram ákveðin form. Lífshættir og eðli tengsla eru því mun fjölbreytilegri. Inga Rún hefur mikla reynslu að vinna innan barnaverndar og að aðstoða fólk í fjölþættum vanda.