Fjölskylduþjónusta

Austurlands


Inga Rún Sigfúsdóttir - Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Þjónusta


Meðferð barna og ungmenna sem sýna áhættuhegðun af einhverju tagi
Almenn vanlíðan og tilfinningalegur vandi
Félagsleg einangrun
Almenn félagsráðgjöf
Einstaklings- og fjölskyldumeðferð/ráðgjöf
Para- og hjónaráðgjöf

Markmið


Að veita persónulega og faglega þjónustu sem mætir þörfum skjólstæðinga. Meginverkefnin eru fjölskyldumeðferðir, uppeldisráðgjöf, samskiptaráðgjöf og para-og hjónabandsráðgjöf/meðferðir. Einnig eru verkefni tengd forvörnum og fræðslu, sem og námskeið.

Áhersla er lögð á mikilvægi þess að vinna út frá heildarsýn félagsráðgjafa og veita almenna ráðgjöf varðandi réttindi og skyldur innan heilbrigðis- og félagssviðs. Fjölskylduþjónusta Austurlands verður með aðsetur og skrifstofu á Reyðarfirði en býður jafnframt upp á hreyfanlega þjónustu og ráðgjöf hvar sem þess er óskað á landinu.

Hafa samband


Senda fyrirspurn eða panta tíma

Sendu mér tölvupóst varðandi lausan tíma eða fyrirspurnir og ég mun hafa samband.
Öll gögn eða mál sem berast eru meðhöndluð sem trúnaðarupplýsingar.

Senda tölvupóst

Opnunartími

Venjulegur skrifstofutími er frá 8:30 til 16:30 alla virka daga. Ef um neyðartilvik er að ræða má hringja utan skrifstofutíma í síma:
862-2787.